Áramótakveðja

Starfsfólk Sagaz sendir ykkur okkar bestu jóla- og nýárskveðjur og þakkar fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Nú er að fara í loftið ný útgáfa vefsins isat.is og verður gaman að sjá hann vaxa og dafna á komandi árum. En notandaupplýsingar verða sendar á næstu dögum svo að þeir sem þann aðgang […]
Rafbílar – Jón Kristján Sigurðsson og Runólfur Ólafsson

Upphafið og umskiptin yfir í vélknúna flutninga Rafbílar komu fyrst fram á þriðja og fjórða áratug 19. aldar með tilraunum frumkvöðla við að knýja hestvagna áfram með vélarafli. Skoski uppfinningamaðurinn Robert Anderson smíðaði fyrsta rafbílinn árið 1837. Rafmagnið kom úr galvanískum sellum sem ekki voru endurhlaðanlegar (frumstæð rafhlaða). Straumhvörf urðu árið 1859 með uppfinningu franska […]
Landssamtök lífeyrissjóða – Þórey S. Þórðardóttir

Landssamtök lífeyrissjóða hafa innan vébanda sinna alla lífeyrissjóði á Íslandi, alls 21 sjóð. Greiðandi sjóðfélagar voru um 223.000 í árslok 2021 og um 51.000 manns fengu þá greidd eftirlaun úr sjóðunum. Eignir lífeyrissjóða námu alls um 6,7 milljörðum króna í lok árs 2021. Raunávöxtun eigna var að jafnaði 6,6% á áratugnum 2012-2021, vel yfir 3,5% […]
Félag kvenna í atvinnulífinu FKA – Andrea Róbertsdóttir og Sigríður Hrund Pétursdóttir

Yfirlit af sögu félags kvenna í atvinnulífinu Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) er öflugt tengslanet athafnakvenna og leiðtoga úr öllum greinum atvinnulífsins. Félagið hét upphaflega Félag kvenna í atvinnurekstri og var stofnað 9. apríl árið 1999. Fyrsti formaður félagsins var Jónína Bjartmarz og voru stofnfélagar 287. Frá árinu 2012 hefur markmið félagsins verið að gæta […]
Grjóthörð loftslagslausn -Kári Helgason og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir

Það eru ekki aðeins tré sem binda koldíoxíð í náttúrunni. Gríðarlegt magn af koldíoxíði er bundið í steinefnum í bergi. Á undanförnum árum hefur vísindamönnum tekist að beisla þetta náttúrulega ferli kolefnisbindingar. Aðferðin, sem nefnist Carbfix, gerir kleift að steingera koldíoxíð á örfáum árum í stað árþúsunda. Nú þegar magn koldíoxíðs eykst hratt […]
Heimskreppa í alþjóðlegri ferðaþjónustu – Samtök ferðaþjónustunnar

Eitt af aðalsmerkjum ferðaþjónustu sem atvinnugreinar eru víðtæk óbein og afleidd áhrif hennar á aðrar atvinnugreinar. Hér á landi hefur hún auk þess verið mikilvæg fyrir hagkerfi margra minni sveitar- og bæjarfélaga. Það er hlutverk ferðaþjónustureikninga að draga fram árangur og hagsæld einstakra svæða í ferðaþjónustu. Mikilvægt er að blása til sóknar í gerð reikninganna. […]
Bókasöfn á Íslandi – eitt kerfi – Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir

Á Íslandi eru starfrækt rúmlega 300 bókasöfn, stór og smá. Flest eru aðilar að bókasafnskerfinu Gegnir og leitarvélinni Leitir, en bæði kerfin eru rekin af Landskerfi bókasafna, sem er opinbert hlutafélag. Notendur geta leitað í safnkosti allra bókasafnanna eða einstakra safna. Bókasöfnin skiptast í nokkra flokka eftir því hvaða notendahópi þau þjóna og eru langflest […]
Erlent vinnuafl en upplýsingaskortur veldur flækju – Hagfræðideild Landsbankans

Mikil fjölgun útlendinga hér á landi Í lok ársins 2018 voru um 44.300 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi, eða um 12,4% af mannfjöldanum. Mikil fjölgun hefur verið á erlendum ríkisborgurum með búsetu hér á síðustu árum, en í lok ársins 2012 nam hlutfall þeirra af mannfjöldanum 6,6%. Útlendingum búsettum hér á landi hefur þannig […]
Samstarfsnefnd Háskólastigsins – Friðrikka Þóra Harðardóttir

Samstarfsnefnd háskólastigsins er vettvangur samráðs og samstarfs íslenskra háskóla um sameiginleg málefni þeirra er varða starfsemi og hagsmuni háskólanna, s.s. gæðamál og fjármögnun háskólakerfisins, auk þess að veita umsagnir um mál sem háskóla-, iðnaðar – og nýsköpunarráðherra eða aðrir aðilar vísa til hennar. Ennfremur tilnefnir samstarfsnefnd háskólastigsins fulltrúa háskólasamfélagsins í fjölmargar nefndir og ráð. Samstarfsnefnd […]
Ávarp forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessonar – Ísland 2020

Íslenskir atvinnuhættir breytast ár frá ári, breytast í raun dag hvern ef því er að skipta. Þannig er málum háttað í öflugu samfélagi. Því er fagnaðarefni að þetta rit kemur nú út í nýrri og uppfærðri útgáfu. Margs er hér getið sem ekki var að finna í eldri útgáfum Íslenskra atvinnuhátta. Sífellt verður til […]
Ávarp ritstjórans í tilefni af útgáfu Ísland 2020

Íslenskir atvinnuhættir og menning er safnrit í nokkrum bindum sem hefur þann tilgang að halda uppi eins og spegli fyrir atvinnu- og menningarlífi Íslendinga, tíð þeirra og aldarhætti svo rýna megi í hvað menn voru að sýsla og aðhafast. Ritið er á sama hátt heimild um þá þróun og nýsköpun sem hefur átt sér […]
Jólakveðja

Okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökk fyrir árið sem er að líða með ósk um gæfu á nýju ári. Starfsfólk Sagaz