AH pípulagnir ehf

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning

    AH pípulagnir var stofnað árið 1994 af Andrési Þór Hinrikssyni pípulagningameistara.
    Í upphafi var þjónustan aðallega við einstaklinga, bæði viðgerðir sem og nýlagnir ásamt verkefnum fyrir tryggingafélög. Í dag sinnir fyrirtækið að mestu stærri verkum og hefur unnið sem undirverktaki hjá flestum stórum verktökum á landinu.

    Starfsemin
    Starfsemi fyrirtækisins í dag er margþætt og varðar alla þá þætti sem snúa að pípulögnum.
    Þau verkefni sem fyrirtækið tekur að sér eru ýmist í útseldri vinnu eða í tilboðum.
    Með áratugareynslu eru starfsmenn fyrirtækisins með mjög víðtæka þekkingu og starfar fyrirtækið  eftir gæðaeftirlitskerfi sem tryggir gæði til viðskiptavina.

    Mannauður og aðsetur
    Að meðaltali hafa rúmlega 20 manns starfað hjá fyrirtækinu síðustu ár og þegar sem mest var voru 52 starfsmenn starfandi hjá fyrirtækinu.
    Starfsstöð fyrirtækisins hefur frá árinu 2005 verið staðsett að Suðurhrauni 12c í Garðabæ. Þar hefur ýmis forvinna átt sér stað, til að mynda í fjöldamörgum vatnsúðakerfum.
    Starfsmenn fyrirtækisins hafa gegnum árin öðlast viðamikla reynslu, meðal annars með því að sækja reglulega endurmenntunar- og fræðslunámskeið. En markmiðið er ávallt að skila sem bestri vinnu til viðskiptavina.

    Verkefnin
    Fyrirtækið er með samninga við fjölda húsfélaga, þar sem starfsmaður mætir tvisvar á ári og fer yfir kerfin í húsinu. Ásamt samningum fyrir vatnsúðakerfi sem eru í samræmi við reglur Mannvirkjastofnunar og Eldvarnareftirlitsins. Síðastliðin ár hefur stærsti hluti starfseminnar verið í útboðum, bæði nýlagnir í fjölbýlishús sem og stærri verk. Má þar nefna: Garri í Hádegismóum, Urriðaholtsskóli, lúxusíbúðir við Austurbakka, Krónan Flatahrauni, FlyOver Iceland, skóli á Grænlandi svo eitthvað sé nefnt. Einnig samsteypuverkefni með öðrum fyrirtækjum líkt og Costco í Garðabæ.

    Stjórnendur
    Andrés Þór Hinriksson, framkvæmdastjóri
    Sif Gunnlaugsdóttir, skrifstofustjóri
    Lovísa Fanney Guðnadóttir, starfsmannastjóri
    Valdimar Sveinbjörnsson, verkefnastjóri

Stjórn

Stjórnendur

Starfsemi fyrirtækisins í dag er margþætt og varðar alla þá þætti sem snúa að pípulögnum.
Þau verkefni sem fyrirtækið tekur að sér eru ýmist í útseldri vinnu eða í tilboðum.
Með áratugareynslu eru starfsmenn fyrirtækisins með mjög víðtæka þekkingu og starfar fyrirtækið  eftir gæðaeftirlitskerfi sem tryggir gæði til viðskiptavina.

AH pípulagnir ehf

Suðurhrauni 12c
210 Garðabæ
555 7012
pipari@pipulagnir.is

Atvinnugreinar

Upplýsingar