Fjarðalagnir

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning

    Fjarðalagnir ehf. eru til húsa að Borgarnausti 8 í Neskaupsstað. Það var Sigurþór Valdimarsson, píplagningameistari sem stofnaði fyrirtækið árið 2001. Fyrstu árin var stundaði Sigurþór reksturinn frá heimili sínu að Nesbakka 14. Verkefnum fjölgaði með árunum og árið 2002 kom Kristján sonur hans, sem er vélvirkjameistari, til starfa. 2018 tók svo Kristján við og er aðaleigandi fyrirtækisins.

    Starfsemin
    Starfsemin snýst fyrst og fremst um pípulagnir og aftur pípulagnir þótt viðskiptavinir njóti einnig góðs af vélvirkjunarkunnáttu Kristjáns.
    Aðföng til starfseminnar eru fengin frá heildverslunum. Starfsmenn Fjarðalagna hafa verið á bilinu tveir til sjö eftir því hver verkefnastaðan hefur verið. Verkefnin hafa verð næg síðustu misserin og verkefnastaðan framundan lofar góðu svo langt sem sjá má fram í tímann.
    Í COVID-19 faraldrinum hefur öllum reglum og fyrirmælum Almannavarna verið fylgt til hlítar og engin vandamál komið upp í þeim efnum.
    Fyrirtækið sýnir samfélagslega ábyrgð með því að styrkja góð málefni í heimahéraði.
    Fjarðalagnir eru aðilar að Samtökum iðnaðarins.

    Aðsetur
    Heimilisfang Fjarðalagna er að Borgarnaust 8, 740 Neskaupsstað.

Stjórn

Stjórnendur

Starfsemin snýst fyrst og fremst um pípulagnir og aftur pípulagnir þótt viðskiptavinir njóti einnig góðs af vélvirkjunarkunnáttu Kristjáns eiganda fyrirtækisins.

Fjarðalagnir

Mýrargötu 28a
740 Neskaupstað
8930753
fl@simnet.is

Atvinnugreinar

Upplýsingar